Hvað segja hagsmunaaðilarnir?

AlþingisalurHin nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks virðist vera fá ótrúlega jákvæð viðbrögð á sínum fyrstu metrum.

Helstu hagsmunasamtök hafa nú þegar lýst yfir ánægju með sambúðina og stjórnarsáttmálann. Má þar nefna Alþýðusamband Ísland, Samtök atvinnulífsins, Félag eldri borgara í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Landssamband eldri borgara, Bændasamtök Íslands, Landssamband íslenskra útgerðarmanna og Öryrkjabandalag Íslands.

Förum yfir nokkur komment sem hafa heyrst í umræðunni:

“Það er ekki hægt annað en að taka undir að þetta sé frjálslynd umbótastjórn.” Formaður SI

“Eftir því sem ég hef séð þá virðist stjórnarsáttmálinn boða mikla framför í okkar málflokki og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur markað honum hlýtur að vera mikið fagnaðarefni.“ Formaður FEB í Reykjavík

“Mér finnst tóninn í þessu jákvæður og góður.” Formaður ÖBÍ

“Viðbrögð okkar eru almennt jákvæð.” Formaður SA

“Ef allt gengur eftir sem þarna kemur fram þá eru ekki horfur á öðru en að hagvöxtur,  efnahagslegur stöðugleiki og samkeppnishæfara atvinnulíf verði hér á landi.” Formaður SA

“Mörg atriði í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna um bættan hag aldraða eru svar við áralangri baráttu eldri borgara og er allvel tekið á kröfum þeirra í málefnasamningnum.” Formaður LEB

Stjórnarandstaðan úti á túni 
Það skiptir miklu máli að fá svona start í upphafi. Þetta sýnir að almannasamtök og almenningur var orðinn ansi þreyttur á fyrrverandi stjórn. Þetta sýnir einnig að stjórnarandstöðuflokkarnir eru gjörsamlega úti á túni í gagnrýni sinni á stjórnarsáttmálann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér er á ferðinni einhver alnafni minn. 

Mitt álit er einfallt.  Gefum þessu tíma, vonandi verður þessi stjórn landi og þjóð til heilla.

Hinnsvegar er ég nokkuð óhress með, að sonur hans Gústa Einars, skólabróðurs míns, hafi ekki fengið stól Ráðherra.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.5.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Vonin er snara, sem margur maðurinn hengir sig í.

Þorkell Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 16:25

3 identicon

Þetta kemur allt í ljós.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 18:21

4 identicon

Mikið er ég ósátt við þennan stjórnarsáttmála. Hann er ótrúlega almennt orðaður og það er allt of mikið gefið eftir til handa íhaldinu.

hee (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:26

5 identicon

Elsku Ágúst - þú ert algjör hetja hvað þú stendur alltaf með þínu fólki og haggast hvergi - svo trúfastur og sannur í öllu - þú ert í miklu uppáhaldi hjá mér - en ég get því miður ekki sagt það sama um nýju stjórnina - þar er margur maðurinn sem ég hef ekki mikla trú á því miður  og ég er kvíðin yfir hvernig framvindan verður - en mikið dáist ég að því hvað þú ert alltaf til staðar fyrir þitt fólk - vá hvað við verðum heppin þegar þú kemst að við stjórnvölinn!!

Ása (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Eina sem ég get sagt Ágúst minn er að ég er svo guðs lifandi fegin að hafa ykkur með "mínum flokki" í stjórn

Inga Lára Helgadóttir, 27.5.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Björn Viðarsson

Það er óumflýjanlegt að þeim sem ekki er boðið í partý séu fúlir og finni því öllu til foráttu. Tala ekki um þeim sem var hent úr partýinu.

Björn Viðarsson, 28.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband