Ný stjórn að fæðast

Ég var spurður að því í þættinum Íslandi í dag í kvöld hvers vegna Össur tæki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn en ekki ég sem varaformaður flokksins. Staðreyndin er sú að við tökum báðir virkan þátt í þeim, ásamt reyndar fleiru góðu fólki.

Samfylkingin hefur á breiðri sveit að skipa og það tel ég vera einn helsta styrkleika okkar. Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt á mínum stjórnmálaferli en það væri auðvitað fráleitt að halda því fram að við ættum ekki nýta krafta Össurar, þess reynslumikla stjórnmálaleiðtoga, í þeim viðræðum sem standa nú yfir.

Össur Skarphéðinsson var fyrsti formaður Samfylkingarinnar og leiddi flokkinn í gegnum, á stundum, erfið mótunarár. Hann er formaður þingflokksins og engum dylst að hann og Ingibjörg eru sterkt teymi. Ég hef haft þá ánægju að vera hluti af þessu teymi og þannig verður það áfram. Samstarf okkar þriggja er afar gott og þar ríkir trúnaður.

Ég læt ekki vangaveltur fjölmiðla eða spunakúnstir andstæðinga okkar hafa nein sérstök áhrif á mig eða vilja minn til að ná því markmiði sem ég á sameiginlegt með öllu Samfylkingarfólki, að koma áherslum jafnaðarmanna að við stjórn þessa lands.

Viðræður okkar við Sjálfstæðisflokkinn ganga vel og ég vona að þess verði ekki langt að bíða að hér verði mynduð ný ríkisstjórn, ríkisstjórn frjálslyndrar umbótastefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Ágúst Ólafur, ég held að ósk mín sé bara að rætast þessa dagana , mikið rosalega er ég spennt

Inga Lára Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þú manst samninginn okkar félagi ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

'Eg sem Sjálfstæðismaður finnst þetta niðurlæging að far í stjórn með ykkur. Þín leiðinda orð sem þú hefur viðhaft í garð Sjálfstæðismanna mun ég ekki sætta mig við. Þú ert einn af þessu drengjum sem kannt ekki manna siði og þú þarf að fara í gengum þá hluti að kunna að bera virðingu fyrir öðru fólki enn þér sjálfum. Það er mín skoðun.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.5.2007 kl. 01:55

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það er Jóhann Páll er að segja er að mínu mati rangt. Ég er sjálfstæðismanneskja og kem hingað inn á síðuna hjá Ágústi Ólafi á hverjum degi og hef ekki séð margt móðgandi út í mína menn hér.

Ef Jóhann Páll færi að skoða síður okkar eigin manna, þá mundi hann draga orð sín til baka, því að sérstaklega einn þeirra hefur verið með skothríð á hann í góðan tíma. Mér finnst líka siðlaust af Jóhanni að skrifa svona hér og greinilegt að hann treysti ekki á Geir og ekki tilbúinn að sætta sig við það sem Geir er að gera. 

Inga Lára Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 09:34

5 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ekki gleyma Írak!

Treysti því að Samfylkingin sjái til þess að eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar verði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða.

Það er ekki of seint að bæta fyrir þá svívirðu þegar einangraðir valdhafar létu stríðsgróðabraskara teyma okkur íslendinga til stuðnings við voðaverk í nafni frelsis og að vestrænum gildum stafaði ógn af...blablabla... bullið var svo mikið að hver heilvita maður sá í gegnum blekkinguna. Auk þess sem fjöldinn allur benti á vitleysuna.

Hér er einn sem veit hvað hann syngur og varaði við, þegar árið 1998:

To occupy Iraq would instantly shatter our coalition, turning the whole Arab world against us and make a broken tyrant into a latter-day hero ... assigning young soldiers to a fruitless hunt for a securely entrenched dictator and condemning them to fight in what would be an un-winnable urban guerilla war. It could only plunge that part of the world into even greater instability.

George Bush Snr, in A World Transformed, 1998

Hlusta ekki á neitt bull um að það sé auðvelt að vera vitur eftirá, þetta lá alltsaman ljóst fyrir, menn neituðu að koma auga á það og fylgdu foringjunum fram af hengifluginu.

Treysti því að þú gangir í málið.

Bjarni Bragi

Bjarni Bragi Kjartansson, 19.5.2007 kl. 16:16

6 identicon

Almennt finnst mér þessir spunameistarar bæði í fjölmiðlaheiminum og öðrum stjórnmálaflokkum vera merkilega uppteknir af persónulegum þáttum en gleyma því að pólitík snýst um málefni þar sem menn og konur skipa sér í teymi og vinna saman. Það virðist skipta öllu máli fyrir þessa hina sömu spunameistara HVER er í frontinum. Þarna finnst mér pólitíkin fara að snúast um hégóma sem sumir virðast vera uppteknari af en aðrir. Það má glöggt sjá á bloggi andstæðinga ykkar þessa dagana hverjir lifa í þeim heimi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:52

7 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Var ekki eitt að helstu markmiðum XS að vera öflugt mótvægi við sjálfstæðisflokkinn, hans helsti andstæðingur?  Hvað hefur orðið að því núna þegar þið virðist vera að fara að vera hækja flokksins? 

Hafrún Kristjánsdóttir, 19.5.2007 kl. 17:38

8 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá Samfylkingunni,að fara í stjórnasamstarf við D-listan,þetta verður sterk og góð stjórn,vonandi verður Kristján Júlíu að norðan dómsmálaráðherra í stað Björns,svo einelti við nafna minn Jóhannes í Bónus,verði hætt, það hefði verið nær að nota þessa peninga í það að bjarga kvóta þeirra vestfirðinga,en að sóa þessum peningum okkar í einelti við þessa sómafjölskyldu sem á Bónus.Svo væri gott að hafa Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur og Ágúst Ólaf Ágústson í ráherrastólum,ég héld að þessir flokkar eigi eftir að vera dúndur skemmtilegir bæði máefnilega og spauglegir,nú fer maður með popp og kók við sjónvarpið að horfa á fundi hjá alþingi,og hafa gaman af HA HA HAheheeh FRÁBÆRT, Þetta var Óskastjór mín.

Jóhannes Guðnason, 21.5.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband