Spurning á laugardagsmorgni

Ég tók eftir því að formaður Framsóknarflokksins sagði þegar hann skipti út stjórnarformanni Landsvirkjunnar að það væri nú "ástæða til að skipta um eftir rúman áratug og það væri þannig með stjórnir, nefndir og ráð að það væri heppilegt að skipta með hæfilegum og skynsamlegum fresti."

Á þetta ekki líka við um stjórnmálaflokk sem er búinn að vera stöðugt í ríkisstjórn í 35 ár, að fjórum árum undanskildum? Eða annan ónefndan stjórnmálaflokk sem er búinn að vera í ríkisstjórn í 16 ár? Maður bara spyr svona á laugardagsmorgni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tel að það sé hreinlegast að leggja þessa tvo flokka niður. Uppsöfnuð spillingarmál er næg ástæða til þess. Þeir eru svo flæktir í alls kyns mál gagnvart sumum fyrirtækjum og hagsmunahópum að það heftir framfarir á ýmsum sviðum. Fiskveiðistjórnun er bara eitt af fáum dæmum um þetta.

Flokkar eru bara tæki fyrir fólk til að bjóða fram og þegar tilveran snýst um að viðhalda þeim, sem sérstökum stofnunum, erum við í vondum málum. 

Haukur Nikulásson, 28.4.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Ágúst. Já, já. það á semsé að skipta út, af því bara? ER ekki réttast að horfa á árangurinn áður en þið reynið að dansa stríðsdans?

Fólk treystir Framsókn.

Sveinn Hjörtur , 28.4.2007 kl. 09:40

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þau eiga sem sagt öll talsvert eftir miðað við málflutning þinn

Framsókn

  • Valgerður 8 ár
  • Guðni 8 ár
  • Siv 7 ár
  • Jón Sig tæpt 1 ár
  • Magnús tæpt 1 ár
  • Jónína tæpt 1 ár

Sjálfstæðisflokkur

  • Geir 9 ár
  • Björn 12 ár
  • Árni Matt 8 ár
  • Sturla 8 ár
  • Þorgerður 3 ár
  • Einar K 2 ár

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 10:10

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Gestur það er verið að tala um flokkana almennt, sem eru annars vegar búinn að vera í ríkisstjórn í 12 ár og hins vegar 16 ár. Svo eru þessir núverandi ráðherrar búnir að vera á þingi í stærsta hluta tímabilsins.

Eggert Hjelm Herbertsson, 28.4.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Þarfagreinir

Sveinn Hjörtur, taktu eftir því að Ágúst var einfaldlega að yfirfæra orð Jóns yfir á stjórnarflokkana, sem mér þykir nú bara dálítið smellið og umhugsunarvert.

Þarfagreinir, 28.4.2007 kl. 12:35

6 identicon

Ég tek eftir því að sá sem ekki náði í "sætustu stelpuna á ballinu" hefur verið næst lengst sem ráðherra - hinir hafa kannski verið á vitlausu balli!

... ég velti því einnig fyrir mér hvort það verði eitthvað um "sætar stelpur á ballinu", á komandi árum, miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um tannheilsu Íslendinga!  

... var það ekki sá stórhuga maður hann Halldór K. Laxness sem átti þá ósk heitasta á tímabili að geta gefið Íslendingum "tannbursta" því að honum blöskraði svo tannhirða landans.

... var ekki Jónas frá Hriflu við völd þá ???

kv. GHs

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eggert: Rétt, vildi bara halda þessu til haga, því það hefur orðið mikil endurnýjun í ríkisstjórninni á þessum tíma og hvað Framsókn varðar mikil gerjun í málefnavinnunni líka. Get ekki svarað fyrir íhaldið, þeir virðast ætla að reyna að komast upp með að segja ekki neitt í þessari kosningabaráttu. Það styggir engan og því eðlilegt í ljósi skoðanakannana

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 17:14

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Í vissum tilvikum eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum var mikilvægt að fá nýjan meirihluta undir sterkri forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka á málum fyrir Reykvíkinga.

Óðinn Þórisson, 28.4.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hmmm ....alltaf gaman að fylgjast með svona umræðum. Auðvitað hefur jú margt gott gerst á þessum árum, en það þurfa einnig aðrar áherslur að komast að....

Inga Lára Helgadóttir, 28.4.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband