Munur á tillögum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Hún er merkileg grein Ólafs Ólafssonar, formanns Landssambands eldri borgara og Einars Árnasonar hagfræðings sem birtist í Mogganum í dag. Þar lýsa þeir vel hversu skammt tillögur Sjálfstæðisflokksins í málefnum eldri borgara ná í raun og veru. 25.000 kr. útspil Geirs Haarde verður að 7.500 kr. þegar tekið er tillit til skatta og skerðinga sama manns.

Og hitt stóra útspil Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum um breytt skerðingarhlutfall hækkar tekjur eldri borgara um heilan þúsund kall. Þetta er nú allt örlætið sem Geir og félagar sýna eftir áratuga vanrækslu.

50.000 kr. Samfylkingarinnar vs. 8.500 kr. Sjálfstæðisflokksins

Á meðan munu tillögur Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara skipta fólk raunverulegu máli. Að lækka skatta á lífeyrissjóðstekjum úr tæpum 36% og niður í 10% ásamt 100.000 kr. frítekjumarki sem bæði nær til atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna mun auka tekjur einstaklings sem hefur 100.000 kr. úr lífeyrissjóði um 50.000 kr. á mánuði. Það er alvöru upphæð.

Enn á ný ætti valið að vera auðvelt þann 12. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband