Hvað er búið að gerast undanfarin ár?

myndavelÉg verð að viðurkenna að hugmyndir Björns Bjarnasonar um 240 manna launað heimavarnarlið slá mig ekki vel. Ég hef oft vakið máls á því að við þurfum að velta því fyrir okkur á hvaða leið erum við eiginlega. Í vetur stofnaði Björn Bjarnason greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Þessi greiningardeild á m.a. að rannsaka glæpi áður en þeir eru framdir með svokölluðu áhættumati og forvarnarvinnu en í meðförum þingsins fengust ekki upplýsingar hvernig þessi vinna ætti að vera unnin. Í frumvarpinu voru síðan boðar auknar heimildir til lögreglu til að sinna þessari vinnu.

Á aðeins þremur árum hefur dómsmálaráðherra þrefaldað fjölda sérsveitarmanna og aukið fjárframlög til Ríkislögreglustjóra um meira en 30%.

Það er ekki heldur svo langt síðan þessi sami ráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi sem hefði heimilað símhleranir án dómsúrskurðar sem hefði án efa brotið gróflega á mörgum meginreglum persónuréttinda og mannréttinda. En þessum sömu stjórnvöldum tókst hins vegar að heimila að afhending á svokölluðum IP-tölu úr tölvum gæti verið án dómsúrskurðar en IP-tala er notuð til að tilgreina staðsetningu tölvu. Áður fyrr þurfti dómsúrskurð til að fá þessar upplýsingar.stori brodir

Og er fólk búið að gleyma Falun Gong og aðgerðum stjórnvalda í því máli? Eða símhlerunum stjórnvalda á pólitískum andstæðingum á tímum kalda stríðsins?

Það er því rík ástæða til að vera á varðbergi. Við skulum ekki gleyma því að skerðing á persónuréttindum er iðulega réttlætt með fögrum orðum. Frelsið fer sjaldnast í einu vetfangi heldur skerðist það hægt og rólega. Þessar aðgerðir eru ætíð stuttar með tilvísun í almannahagsmuni og hugsanlega hættu. Við megum því alls ekki verða blind á réttlætingarnar, því þær eru alltaf settar í fallegan búning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getum við ekki látið kjósa um þetta í íbúalýðræðiskosningu - er ekki afleitt að þessi stjórnmálamenn séu að vasast í einhverju eins og því að efla lögregluna í herlausu landi - svakaleg frétt!!

Kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:06

2 identicon

Efling sérsveitarinnnar ER mikilvæg í ljósi vaxandi hörku í afbrotum. Greiningardeildin er nauðsynleg til þess að reyna stemma stigu við þessari þróun. Einnig mega hlutverk þeirra og störf ekki vera á allra vitorði til þess að þeir geti náð fram ætlunarverki sínu. Ekki er um að ræða hervæðingu heldur er verið að bregðast við breyttu samfélagi. Eins og sést í umfjöllun Kastljóssins í vikunni er mikil samfélagsleg þörf fyrir þessar viðbætur Björns þótt ég sé reyndar ekki sammála Birni um hugmyndir hans um varalið lögreglunnar. Það er rík ástæða til að vera á varðbergi- líka gagnvart afbrotamönnum og hryðjuverkum. Persónuvernd er þó alltaf eitthvað sem þarf að fara varlega með og dómsúrskurðir til stærri verkefna lögreglu þurfa að vera til staðar.
En hér skrifar algjörlega hlutlaus aðili :-)
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301765/0

Þóra (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:51

3 identicon

Efling sérsveitarinnnar ER mikilvæg í ljósi vaxandi hörku í afbrotum. Greiningardeildin er nauðsynleg til þess að reyna stemma stigu við þessari þróun. Einnig mega hlutverk þeirra og störf ekki vera á allra vitorði til þess að þeir geti náð fram ætlunarverki sínu. Ekki er um að ræða hervæðingu heldur er verið að bregðast við breyttu samfélagi. Eins og sést í umfjöllun Kastljóssins í vikunni er mikil samfélagsleg þörf fyrir þessar viðbætur Björns þótt ég sé reyndar ekki sammála Birni um hugmyndir hans um varalið lögreglunnar. Það er rík ástæða til að vera á varðbergi- líka gagnvart afbrotamönnum og hryðjuverkum. Persónuvernd er þó alltaf eitthvað sem þarf að fara varlega með og dómsúrskurðir til stærri verkefna lögreglu þurfa að vera til staðar.
En hér skrifar algjörlega hlutlaus aðili :-)
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301765/0

Þóra (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:51

4 identicon

Úr ræðu Björns Bjarnassonar á fundi samtaka um vestræna samvinnu

29.03.09

Í þriðja lið yfirlýsingarinnar segir, að samhliða því sem unnið verði að nýskipan lögreglumála, verði samstarf lögreglu, landhelgisgæslu, slökkviliða og björgunarsveita aukið enn frekar, þannig að tryggja megi þátttöku varaliðs hvarvetna þar sem þess kunni að verða þörf í landinu. Með frumvarpinu um almannavarnir fylgir tillaga mín um breytingu á lögreglulögum, þar sem ríkislögreglustjóra er heimilað með samþykki dómsmálaráðherra að bæta við varalögreglumönnum til að gæta öryggis. Heimild af þessu toga var í lögreglulögum frá 1940 til 1996, þegar hún var felld úr gildi, en ég þekki ekki rökin fyrir því. Björgunarsveitir hafa verið ómetanlegar sem hjálpar- og varalið við björgunarstörf, almannavarnir og önnur almenn gæslustörf. Lögregla kann hins vegar að þurfa á annars konar liðsauka að halda og hafa mér verið kynntar tillögur embættis ríkislögreglustjóra um 240 manna launað varalið lögreglu og almannavarna vegna sérstaks löggæsluviðbúnaðar. Yrðu varaliðsmenn kallaðir til starfa úr röðum björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraliðsmanna, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri heldur utan um þetta lið og búnað þess samkvæmt frumvarpinu, en hvort tveggja tæki mið af varðgæslu mikilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, verkefnum vegna öryggisgæslu, mannfjöldastjórnun, almennum löggæsluverkefnum, umferðarstjórn og sérstökum verkefnum. Samkvæmt mati er talið að stofnkostnaður við að koma varaliðinu á fót yrði um 244 milljónir króna en árlegur rekstrarkostnaður um 222 m. kr. Með þessum liðsafla gæti lögreglan kallað út um 1000 manna þjálfað lið til verkefna á sínu sviði en auk þess yrði síðan treyst á björgunarsveitir, slökkvilið og aðra eftir aðstæðum hverju sinni. Þess má geta, að sérstaklega hefur verið samið við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu um viðbrögð vegna hættu frá efna-, sýkla- eða geislavopnum. Viðbúnað á því sviði þarf enn að auka.

Sufjan (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:39

5 identicon

Björn Bjarnason ... já!

"Styrkur alræðisríkis er sá að þeir sem óttast það neyðast til að líkja eftir því"

(Adolf Hitler)

Einhvern vegin þá læddist þetta komment í höfuðið á mér við lestur ofanritaðara greina.

Kveðja,

Gísli Hjálmar

Gísli Hjálmar Svendsen (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Hef lesið nokkuð eftir þig og álitið þig nokkuð efnilegan sem pólitíkus, lengi vel vonaðist ég til að loksins væri að koma einhver upp um metorðastigann vinstramegin sem væri betur gefin en margir forverar sínir, en þú ert að sína það að þú ert sonur pabba þíns, vilt vel en þorir ekki að taka afstöðu með máli sem þú ert í raun sammala um að sé nauðsinlegt, vegna þess að sjálfstæðismaður stendur fyrir því, þú fylgist vel með og ert vel upplýstur þú veist að það sem Össur, og blaðrara liðið hans er skálda um tilögur Björns er þvættingur, og þú værir maður meiri ef þú segðir þína meiningu í þessu máli en að reina þessa lognsiglingu framhjá Össurarbullinu, ég tek undir með þér að sumt sem hefur verið reynt að koma í lög þurfti skoðunar við en margt var þarft og komst ekki í gegn vegna þráhyggju manna sem eru of uppteknir við að vera á móti til að þoka góðum málum áfram vegna flokkadrátta. 

Magnús Jónsson, 1.4.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband