Síđasta ţingmáliđ mitt á kjörtímabilinu

börnÁ ţessu kjörtímabili hef ég lagt fram á Alţingi fjöldann allan af ţingmálum. Allt frá aukinni vernd heimildarmanna fjölmiđla, líffćragjöfum, samfélagsţjónustuóháđum rannsóknarnefndum, heimilisofbeldi og til auglýsinga heilbrigđisstétta svo eitthvađ sé nefnt. En síđasta ţingmáliđ sem ég lagđi fram á ţessu fyrsta kjörtímabili mínu var um lögfestingu á Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna.

Noregur hefur nú ţegar lögfest Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna en annars eru ađildarríki samningsins, s.s. Ísland, einungis skuldbundin Barnasáttmálanum samkvćmt ţjóđarrétti en ekki ađ landsrétti. Ţví ţarf ađ lögfesta alţjóđalega samninga ef ţeir eiga ađ hafa bein réttaráhrif hér á landi. barnsattmali

Ađ mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli ađ vera lögfestur hér á landi međ sama hćtti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur veriđ lögfestur hér á landi. Viđ ţađ fengiđ Barnasáttmálinn aukiđ vćgi ţar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrđu ađ taka miđ af honum sem sett lög.

Laga ýmislegt í íslenskum lögum
Einnig er lagt til í ţingmálinu ađ íslensk löggjöf verđi ađlöguđ betur ađ Barnasáttmálanum. Tryggja ţarf betur friđhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörđunarrétt ţeirra í lögum s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga. Ákvćđi barnasáttmálans geta sömuleiđis kallađ á endurskođun á hegningarlögum. Samkvćmt Barnasáttmálanum ber ađ ađskilja unga fanga frá fullorđnum föngum en hér á landi er ţađ ekki gert.

Tryggja ţarf í lög ađ rćtt sé viđ yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum og ađ börn hafi samkvćmt grunnskólalögum ríkari rétt til ađ láta í ljós skođanir sínar. Sömuleiđis ţarf réttur barns til ađ ţekkja foreldra sína ađ vera fyrir hendi og skođa hvort ţađ eigi viđ ćttleidd börn og í sćđisgjöfum. Huga ţarf sérstaklega ađ stöđu barna sem glíma viđ langvarandi veikindi, fötlun, geđsjúkdóm, fátćkt og barna nýbúa í íslenskum lögum.

Mér finnst ţetta annars vera jákvćtt mál og ţađ er vonandi ađ ţađ fari eins fyrir ţessu síđasta ţingmáli mínu og fór fyrsta ţingmáli mínu sem var um afnám fyrningarfresta í kynferđisafbrotum gegn börnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ţú hefur stađiđ ţig vel á ţínu fyrsta kjörtímabili, vaxiđ í starfi og barist eins og sannur jafnađarmađur fyrir okkar grunngildum. Haltu áfram á ţessair braut.

kv

Eggert

Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Duglegur strákur, og vonandi verđur nćsta kjörtímabil enn betra ţjóđinni til heilla.

Páll Jóhannesson, 26.3.2007 kl. 11:51

3 identicon

Áhugavert vćri ađ vita meira um afdrif frumvarpsins um óháđu rannsóknarnefndirnar. Mér finnst viđ ennţá vera frekar „vanţróuđ“ í ţessum efnum miđađ viđ ţćr ţjóđir sem viđ helst viljum bera okkur saman.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 26.3.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er ánćgđ međ frammistöđu ţína, til hamingju

Inga Lára Helgadóttir, 26.3.2007 kl. 17:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband