Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil

Í gær skrifaði ég pistil um frelsið. Hann var í lengra lagi og biðst ég afsökunar á því. En þegar ég settist niður þá komu einfaldlega svo mörg dæmi upp í hugann þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur annaðhvort reynt að hefta frelsið með beinum hætti eða látið hjá líða að auka það þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn 16 ár (og í raun verið í ríkisstjórn framan af síðustu öld).

Nokkrar athugasemdir hafa borist í athugasemdakerfið og sumir eru ósáttir en enginn þeirra hrekur þessa 19 punkta sem ég rakti með efnislegum hætti. Enda sjá lesendur að þessi 19 dæmi eru staðreyndir sem ég dreg fram en ekki einhverjar pólitískar og gildishlaðnar ályktanir stjórnarandstöðuþingmanns. 

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jæja..ég skal hlaupa snöggvast yfir þessa liði.

1. Get verið nokk sammála þessu en var þetta ekki skilyrt við ákveðin mál sem þola ekki bið? Stundum þarf að grípa til harðra aðgerða ef verja þarf hagsmuni heiðarlegra borgara gegn glæpamönnum.

2. Nokk sammála

3. Álitamál. Sumir vilja ekkert stjórnmálasamband við lönd sem gróflega brjóta mannréttindi. Ísland og Kína eru í stjórnmálasambandi og eru hagsmunir Íslendinga sennilega þó nokkrir í því. Ef kínverskir ráðamenn koma hingað og setja skilyrði fyrir heimsókninni að samtök af umræddu tagi séu ekki að trufla heimsóknina, þá standa stjórnvöld hér frammi fyrir því að verða við þeirri bón á grundvelli öryggis og almanna hagsmuna, ella að eiga á hættu að mikilvægum tengslum milli þjóðanna sé teflt í tvísýnu.

4. IP tölur er jafn auðvelt að sjá og að lesa á símanúmerabirti. Ef grunur um ólöglegt athæfi er að ræða þá er þetta sjálfsagt mál. Ef einhver vil misnota uppl. um IP tölur þá gerir hann það burtséð frá lagasetningum. Fjöldi manna hefur aðgang að þessum upplýsingum í dag.

5. Fjöldi mála sem höfðuð eru gegn ríkinu í þessum málaflokkum er mikill. Sumt er byggt á afar veikum grunni og ef veita ætti gjafsókn í þeim öllum þá væri það hreinlega sóun á almannafé. Ekki hefur verið lokað á gjafsókn heldur skilyrði hert fyrir því að hún sé veitt.

6. Umhverfi fjölmiðla hér á landi er óvíða ef nokkursstaðar eins lausbeislað og hér á landi. Flestir eru sammála því að úr því verði að bæta. E.t.v. var í upphaflegu lögunum, of þröngur stakkur skorinn varðandi hlutfall eignaraðildar. En ef jafnaðarmenn túlka lög um hlutfall eignaraðildar sem koma í veg fyrir að ráðandi stórfyrirtæki á markaði eigi fjölmiðlaumhverfið að mestu, og að það skerði prentfrelsi, þá veltir maður fyrir sér fyrir hvað jafnaðarmenn á Íslandi standa. Einnig gefur það sögusögnum um meint hagsmunatengsl þeirra auðhringa sem umrætt mál beindist að og Samfylkingarinnar, byr undir báða vængi.

7. Þetta er reyndar svolítið í anda forræðishyggju vinstrimanna, en þrýstingur frá manneldisráði hefur sennilega villt mönnum sýn.

8. Viðurkenni að þetta er ekki í anda "báknið burt", en þarna reiknarðu þetta ekki á verðlagi dagsins í dag, er það? Auk þess ef skoðaðar eru tillögur annara flokka um ríkisútgjöld þá hafa stjórnarliðar frekar staðið á bremsunni frekar en hitt. Útgjöld til vegamála hafa stórlega hækkað á þessu tímabili auk margra annara málaflokka og það er afar ódýr pólitík að segja að þjónustan hafi ekki aukist jafnmikið í prósentum talið.

9. Geri þetta svar Sigurðar Kára að mínu.

10. Bull. Samkomulag mill launamans og launagreiðandi. Launagreiðandi setur ekki lög en getur gert að skilyrði í upphafi ráðningar.

11. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt tillögur um afnám einkasölunnar. Hafa fleiri í þingmenn í Samfylkingunni gert slíkt hið sama?

12. Þó nokkrir Sjálfstæðismenn vilja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, og einnig alfarið af markaði. Sumir vilja einungis selja Rás2. Skiptar skoðanir um þetta. Aðrir flokkar eru fornaldarlegir í hugsun þegar kemur að málefnum Ríkisútvarpsins.

13. Skil ekki fullyrðinguna. Sjálfstæðisfl. vildi EES, opnaði frjálst flæði fjármagns. Fara þarf í sagnfræðigrúsk til að plokka út afturhaldskommana sem komu úr Alþýðubandalaginu sem voru á móti EES, en eru nú í Samfylkingunni.

14. Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórn með bændaflokki. Veit ekki hvað stendur nákvæmlega í stjórnarsáttmálanum varðandi landbúnað en tillögur Samfylkingarinnar eru óábyrgt lýðsskrum. Neytendur í þéttbýli eru jú fleiri atkvæði en bændur. Loforð um lægra verð á landbúnaðarafurðum klikkar sjaldan. Skítt með afleiðingarnar svo lengi sem atkvæði er í hús.

15. Sjávarauðlindin hefur aldrei verið í eins mikilli almannaeigu og í dag. Þetta snýst um hverjar tekjur ríkissjóðs eru af atvinnugreininni en ekki hvaða einstaklingar maka krókinn. Öryrkjanum er alveg sama þó einhver hagnist á kvótakerfinu, hann fær hlut í dag sem hann fékk ekki fyrir daga kvótakerfisins. En ykkur verður ekki svefnsamt ef einhver græðir. Þið viljið frekar úthluta aflaheimildum í formi styrkja en að aflaheimildirnar skili sem mestu í ríkissjóð.

 Verð að hætta í bili.. er ekki á launum hjá ríkinu við þessar pælingar. kem aftur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 17:26

2 identicon

Gunnar, vel útfært svar hjá þér. Málið er Ágúst að vilji hver sem er þá getur hann örugglega búið til lista um "frábæra" stjórnahætti samfylkingarinnar þar sem þeir hafa komið að. Svona upptalning er eiginlega frekar barnaleg og þú ert að gefa heilmikið færi á þér. Þú veist vel að þú ert ekki beinlínis hlutlaus þegar kemur að því að dæma verk sjálfstæðisflokksins. Og þegar svar Gunnars er lesið kemur bara í ljós smá ræpa upp á bakinu, það þurfti ekki meira til.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Alveg frá fyrstu kosningabaráttu Samfylkingarinnar hef ég beðið menn lengstra orða að gleyma ekki frelsinu úr "frelsi, jafnrétti, bræðralag", leyfa ekki Sjálfstæðisflokknum að taka sér einkaleyfi á hugtakinu eða gelyma að gera kjósendum grein fyrir hvernig þessi hugtök eru órofa hlekkjuð saman, þ.e. ekki raunverulegt frelsi án virks bræðralags þ.e velferðarkerfisins, né án jafnréttis og þá ekki bara jafnréttis sem stytting úr "jafnrétti kynjnanna" heldur jafnréttis á öllum sviðum, lóðrétt og lárétt.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

16. Þetta er gömul tugga og marghrakin. Það þarf ekki stærðfræðikúnstner til að skilja  hvernig þetta má vera. Þegar laun hækka, þá eðlilega hefur persónuafsláttur minna vægi. Jafnvel þó persónuafsláttur hefði verið vísitölutengdur hefði skattbyrðin aukist hlutfallslega þrátt fyrir lækkun skattprósentunar. Það sem er höfuðatriði í afkomu fólks er kaupmátturinn. Hann hefur aukist, þ.e. að fólk fær meira úr launaumslaginu eftir skatta en áður. Sjálfstæðsflokkurinn lofaði að lækka skatta... en ææ, laun hækkuðu upp úr öllu valdi, þvílíkur skandall.

17. Ýmislegt hefur valdið þessu sem á flestum bæjum hefði verið fagnað. Í fyrsta lagi eru fyrirtæki t.d. í sjávarútvegi að borga skatta í dag sem ekki var áður, vegna þess að rekstrarlegt umhverfi þeirra er heilbrigðara en áður hefur verið, samanber fyrir kvótakerfið. Vandi atvinnuveganna áður fyr var að skattalegt umhverfi þeirra hvatti til offjárfestinga. Atvinnurekendur hugsuðu sem svo að betra væri að fjárfesta í vélum, tækjum, húsnæði o.s.frv. en að fjármagnið færi í skatta. Og enn og aftur kemur að vandamálinu; ææ hagnaður og rekstrarlegt umhverfi atvinnuveganna er svo gott og veltan í þjóðfélaginu svo mikil að allir eru farnir að borga skatta.... skandall.

Verð að rjúka... kem aftur

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

18. Í raun gildir svarið hér að ofan við þessari fullyrðingu líka. Og það er einmitt málið, kakan er stærri. Það hlýtur að vera fagnaðarefni en það gerðist ekki af sjálfu sér. Lykilatriði er betra atvinnuumhverfi.

 

19. Var ekki meirihluti Sjálfstæðismanna með lögleiðingu bjórs og meirihluti Alþýðubandalagsmann á móti? Og enn og aftur... þurfum við að fara í sagnfræðigrúsk til að pilla út gamla Allaballa úr Samfylkingunni? Þegar frelsi var gefið á ljósvakamiðlun, hverjir voru á móti því?

 

Samfylkingunni var snýtt úr nös Alþýðuflokksins og VG úr vinstri nös Alþýðubandalagsins. Þessir tveir núverandi vinstri flokkar eru afrakstur “botox fegrunaraðgerða” sem voru jú nauðsynlegar vegna tilvistarkreppu og hríðfallandi fylgis við úrelta hugmyndafræði. Vinstrimenn höfðu hlutverki að gegna í launa og réttindabaráttu verkafólks á öldinni sem leið, en þeim tókst að klúðra því þegar verkalýðsforingjar voru orðnir svo innvinklaðir í vinstriflokkana að þeir lögðu að lýðnum að hafa sig hægan þegar þeirra menn voru í stjórn en hvöttu að sama skapi til uppreisnar á vinnumarkaði þegar íhaldið var í stjórn.  Í dag virðist aðal málið umhverfisvernd. Þörf umræða, sem vinstri menn reyna í örvæntingu að eyrnamerkja sér, en þeim virðist því miður ætla að takast að eyðileggja þá göfugu umræðu með lýðsskrumi, ýkjum og bulli.

 

Og reyndu svo ekki að skreyta þig eða þinn flokk með frelsistali, það klæðir ykkur engan veginn

Með rósemiskveðju

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er nú varla við þig að sakast hvað færslan var löng. Bara það að losna við Björn Bjarna væru meiriháttar þjóðþrif. Með þessu áframhaldi verða komnar myndavélar inn í stofu hjá fólki.

Heiða B. Heiðars, 24.3.2007 kl. 09:24

7 identicon

Satt hjá þér Heiða, BB er alveg skelfilegasta hugmynd Sjálfstæðismanna. Og Ágúst, þú ættir líka kannski að hafa þig hægan í yfirlýsingum, þú gætir vel átt von að komast í ríkistjórn með sjálfstæðismönnum, sem að mínu mati er sennilega skásti kosturinn. Verður gaman að draga upp þennan pistil þinn þegar þú ert kominn í sömu spor og Framsókn.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:07

8 identicon

Af hverju er vinstri menn svona uppteknir af því að vilja skerða frelsi og rökstyðja það alltaf meða að annars virki það ekki?   Næ ekki svona hugmyndafræði. Frelsið er yndislegt!

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 01:11

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Ágúst og takk fyrir góðan dag í gær hér norður á Akureyri í stjórnmálaskóla Ungra Jafnaðarmanna. Sjáumst hressi á Landsfundinum.

Páll Jóhannesson, 25.3.2007 kl. 15:48

10 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Þú varst flottur í Silfrinu, Ágúst! Gaman að heyra hvað þú talaðir ákveðið um sænsku leiðina og það ofbeldi sem felst í vændi.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 25.3.2007 kl. 18:42

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú þarft eitthvað að taka til í hausnum á þér Atli minn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 01:05

12 identicon

Þetta er mjög gott svar hjá þér Gunnar Th.

Kemur með einhver aum rök gegn því sem Ágúst segir. Síðan þegar einhver brýtur þessi rök niður (því þau standast ekki neitt) þá kemur svona alveg hreint magnaður málflutningur sem er þér alveg hreint til sóma. Það er mikill veikleiki þegar menn svara svona fyrir sig í rökræðum.

Andri Valur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 02:26

13 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, tek undir það að svarið hans Atla er mjög gott, en í raun það langt að ég þurfti að ná mér í kaffibolla áður en ég las það.

Mæli með að klippa það niður í grein! það er fínt að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn er bara ihaldsflokkur sem hefur algjörlega gleymt frelsinu (nema þegar það hagnast þeim að einkavinavæða ríkisfyrirtæki).

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.3.2007 kl. 12:09

14 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Bendi ykkur hér á þetta próf sem stuðlar að því að staðsetja fólk pólitískt í tvívíðum fleti í staðinn fyrir bara hægri og vinstri. Mjög athyglisvert.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband