Lækkum skatta á eldri borgara

Ég birti grein í Fréttablaðinu í dag um eitt stærsta kosningamálið að mínu mati. Hér á ég að sjálfsögðu við kjaramál eldri borgara sem munu vera æ meira í forgrunni á næstu mánuðum. Hér má lesa greinina: "Við eigum að lækka skatta á lífeyristekjur niður í 10%. Það myndi þýða verulega kjarabót fyrir alla eldri borgara og ekki vera svo kostnaðarsamt fyrir hið opinbera. Ég lagði fram fyrirspurn á Alþingi um kostnað við þessa hugmynd og í svari við henni kom í ljós að þessi aðgerð kostar hið opinbera um 3,3 milljarða króna. Þetta er ekki mikið í ljósi þess að ríkisvaldið veltir um 370 milljörðum króna á ári.
Ég tók einnig upp á Alþingi hvort unnt væri að hafa sérstök skattleysismörk fyrir eldri borgara sem hafa nú þegar lagt ríkulegan skerf í uppbyggingu samfélagsins. Þá kom í ljós að væri farin sú leið að hækka skattleysismörk fyrir eldri borgara eldri en 70 ára upp í 150.000 kr. á mánuði kostaði það ríkissjóð um 5 milljarða króna.
Með því að skattleggja lífeyristekjur sem fjármagnstekjur í 10% skattþrepi í stað þess að skattleggja þær í 37% skattþrepi tekjuskattsins yrðu sveitarfélögin fyrir talsverðu tekjutapi þar sem þau fá hluta af tekjuskattinum en ekki krónu af fjármagnstekjuskattinum.
Við ættum þó ekki að drepa þessa hugmynd í fæðingu vegna þessa því það væri forsenda fyrir þessari aðgerð að ríkisvaldið taki allan þennan kostnað á sig en ekki sveitarfélögin. Það ætti að vera auðvelt ákvörðun væri ríkisvaldinu einhver alvara með því að færa raunverulegar kjarabætur til eldri borgara.
Síðan eigum við að hækka frítekjumarkið, draga úr skerðingarhlutföllum og afnema tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka eldri borgara. Það er því af nógu að taka þegar kemur að þessum málaflokki. Ég hef trú á því að málefni eldri borgara verði stærsta kosningamálið næsta vor. Og það er gott að svo verði. Metnaðarleysi og sinnuleysi ríkisstjórnarflokkanna í þessum málaflokki er því miður staðreynd. Við verðum að fara að forgangsraða í þágu eldri borgara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband