Sænski landsfundurinn

Fróðlegt var að fylgjast með landsfundi sænska jafnaðarmanna um liðna helgi, en ég sat fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar og hafði gaman af. Landsfundurinn sem haldinn var í Malmö var allur hinn glæsilegasti og greinilega mikil vinna að baki undirbúningi hans. Á fundinum sátu 350 kjörnir fulltrúar en að auki voru þar um 100 alþjóðlegir gestir frá um 40 löndum. Einnig voru nokkur hundruð gesta og áhugafólks sem sat landsfundinn sem stendur raunar í heila viku.
Norræna módelið og aldraðir
Mér fannst merkilegt að sjá allar þær tillögur sem voru til umfjöllunar á fundinum og þann mikla kraft sem einkenndi allt málefnastarf. Alls voru á dagskrá tæplega 1.110 tillögur á fundinum. Eitt helsta baráttumál sænskra jafnaðarmanna í næstu kosningum sem verða á næsta ári verða málefni aldraða. Einnig var mikið rætt á landsfundinum um hið svokallaða norræna módel þar sem öflugt mennta- og velferðarkerfi helst í hendur við frjálsræði í atvinnulífinu og ríkt einstaklingsfrelsi. Þetta er án efa það módel sem hefur hvað virkað best í heiminum enda koma Norðurlöndin iðulega mjög vel út í hvers konar alþjóðlegum samanburði.
Það mun síðan koma í hlut sitjandi formanns, Göran Persson, að leiða Sósíaldemókratana í Svíþjóð í næstu kosningabaráttu. Hann er 56 ára gamall og sagði aðspurður í sænskum fjölmiðlum að vel kæmi til greina að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi formennsku að þeim tíma liðnum, enda yrði hann rétt sextugur þá. Staða hans er gríðarlega sterk, enda var kjörinn til þess að leiða flokkinn í fjórða sinn á fundinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband