Í hvalveiðum kristallast vanhugsuð atvinnustefna stjórnvalda

Það er ástæða til að taka undir með Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir hvalveiðar vanhugsaðar. Sennilega er það einmitt kjarni málsins, að raunveruleg hugsun er ekki að baki þeirri ákvörðun að hefja hvalveiðar á ný. Ekkert tillit er tekið til annarra sjónarmiða sem þó vega mun þyngra en hagsmunirnir af því að hefja aftur veiðar. Það er barnaskapur að neita að taka tillit til þess hvaða áhrif veiðarnar hafa á ímynd okkar erlendis. Það er lykilatriði þegar ákvarðanir eru teknar í stjórnmálum að vega og meta hagsmuni og reyna að vera réttu megin við það sem mönnum þykir sanngjarnt og eðlilegt. Hér blasir einfaldlega við að verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og að auki er verið að stefna miklum hagsmunum í hættu til langframa.
Það getur tekið langan tíma að endurreisa traust almennings á fyrirtækjum bíði það hnekki. Það er ábyrgðarhluverk stjórnvalda að stefna þeirra geri íslensku atvinnulífi ekki erfiðara fyrir í alþjóðlegri samkeppni. Veiðarnar koma sér illa fyrir íslenska ferðaþjónustu og mögulega íslensk útrásarfyrirtæki.
Það er mikilvægt að menn þekki það þegar að atvinnustefna stjórnvalda er mótuð, hverju einstaka greinar skila til landsframleiðslunnar, en nokkur misskilningur er ríkjandi í umræðunni um framlag atvinnugreinanna. Frumframleiðslugreinar eins og landbúnaður og sjávarútvegur skila núna minna en 8% til landsframleiðslunnar en þessi hlutdeild var tæp 20% fyrir 20 árum. Breytingarnar sem eiga sér stað eru örar en það breytir því ekki að stjórnvöld verða að taka mið af því hver þróunin er við mótun framtíðaratvinnustefnu. Framlag menningar til landsframleiðslunnar er t.d. um 4% en hlutdeild sjávarútvegs er 6,8%. Þessi litli munur kemur án efa mörgum á óvart. Hlutur landbúnaðar af landsframleiðslunni er talsvert minni eða um 1,4%
Gamaldags hugsun ríkjandi hjá stjórnvöldum
Ferðaþjónustan er stöðugt að sækja í sig veðrið og hér liggja möguleikarnir. Þeir liggja einfaldlega ekki í því að veiða hvali, sem enginn vill kaupa en hafa í ofanálag þær afleiðingar í för með sér að veikja undirstöður annarra atvinnugreina sem eiga möguleika á miklum vexti – sé rétt að málum staðið.
Það er mikilvægt að geta horft til framtíðar þegar atvinnustefna þjóðarinnar er mótuð. Það eru margir spennandi möguleikar en það gildir að hafa næmi fyrir þeim og kjarkinn til þess að berjast fyrir þeim. Ríkisstjórn er föst í gamaldags hugsun og virðist vilja lítið annað en álver, virkjanir og nú síðast hvalveiðar. Þetta er að mínu mati hins vegar röng stefna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband