Ódýra vínið verður dýrara

SkattarÞegar ríkisstjórnin loksins vaknaði til lífsins í matvælamálinu þá boðaði hún tillögur um lækkun á tollum, niðurfellingu á vörugjöldum og lækkun á virðisaukaskatt á matvælum. Auðvitað er það gleðiefni að ríkisstjórnin skuli sjá að sér eftir margra ára baráttu Samfylkingarinnar fyrir lægra matvælaverði en á sama tíma er það sérkennilegt að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins hafi ítrekað kosið gegn tillögum okkar um helmingslækkun á matarskatt á kjörtímabilinu en kjósi síðan að leggja nákvæmlega sömu tillögurnar fram korteri fyrir kosningar. Hvað varð um tollalækkunina? Það er einnig sérkennilegt að hinar miklu tollabreytingar, sem eru þó lykilþátturinn í lækkun matvælaverðs, hafi ekki skilað sér í fjárlagafrumvarpið. Í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem ég sit, kom fram í gær þegar við vorum að fjalla um fjárlagafrumvarpið að ekki er gert ráð fyrir neinum tollabreytingum þrátt fyrir að umræddar tollabreytingar ættu að taka gildi 1. mars næstkomandi. Annaðhvort er málið í fullkomnu uppnámi vegna andstöðu Framsóknarmanna í báðum ríkisstjórnarnaflokkanna eða það illa unnið að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því í afgreiðslu fjárlaga næsta árs. Sé síðarnefndu skýringin sú rétta þá treysta stjórnarliðarnir á fjáraukalögin sem þeir eru orðnir snillingar í að misnota. 11 milljarða kr. áfengisgjald Þá kemur einnig annað mjög merkilegt í ljós í umfjöllun okkar um fjárlagafrumvarpið. En með lækkun virðisaukaskatts á matvælum mun virðisaukaskattur á áfengi einnig að lækka. Þetta segir sig sjálft. En ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að hækka áfengisgjaldið um tæpa 4 milljarða til að ná þessum fjármunum tilbaka. Slík hækkun barst ekki á góma þegar ríkisstjórnin var að slá sig til riddara með lækkun á virðisaukaskattinum í haust. Þessi skattahækkun ríkisstjórnarinnar mun hafa þær afleiðingar að dýrara áfengið um lækka í verði en ódýrara áfengið hækka. Þetta skýrist af því að áfengisgjaldið er gjald á per áfengismagn en virðisaukaskattur leggst á útsöluverð vörunnar. Þannig að 10.000 kr. rauðvínsflaska ber hærri virðisaukaskatt en 1.000 króna rauðvínflaska en þær báðar bera sama áfengisgjald enda hafa þær sama áfengismagn. Og þegar virðisaukaskattur er lækkaður þá lækka álögur á dýrari flöskunni en hækka væntanlega á þeirri ódýrari þar sem ríkisjóður ætlar sér að ná inn um 4 milljörðum kr. á hækkuðu áfengisgjaldi. Þá verður áfengisgjaldið orðið um 11 milljarðar króna en til samanburðar er það svipuð upphæð og kostnaðurinn við að reka alla framhaldsskóla landsins. Vörugjöldin munu lifa góðu lífi áfram Að lokum er vert að benda á að öll vörugjaldalækkun ríkisstjórnarflokkana er ekki meiri en svo en að meira en helmingur vörugjalda á matvælum verður enn til staðar með öllum þeim kostnaði og ama sem því fylgir fyrir verslunina og neytendur. Þá væri nú betra að fara leið Samfylkingarinnar og afnema þessi blessuðu vörugjöld á matvælum með öllu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband