10 atriði sem skrifast á Geir Haarde

Það eru tíu atriði í efnahagsmálum sem eru á ábyrgð ríkistjórnar Geirs H. Haarde. Þau eru eftirfarandi:
1. Misskipting tekna og eigna hefur orðið ein sú mesta sem þekkist meðal nágrannaþjóðanna.

2. Íslenskar fjölskyldur neyðast nú til að borga himinháan verðbólguskatt ríkisstjórnarinnar sem er ein mesta kjaraskerðing sem heimilin í landinu hafa orðið fyrir í langan tíma.

3. Skattbyrði allra Íslendinga hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar nema þeirra sem eru 10% tekjuhæstu.

4. Tæplega 5.000 íslensk börn eru skilin eftir í fátækt og þriðji hver eldri borgari er látinn lifa við fátækt vegna skatta og skerðinga þessarar ríkisstjórnar.

5.Ríkisstjórnin heldur dauðahaldi í ónýtan gjaldmiðil og neitar að horfast í augu við, að aðild að ESB þjónar hagsmunum Íslendinga best til lengri tíma.

6. Íslenskur almenningur borgar eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverð í heimi, eitt hæsta bensínverð í heim, eitt hæsta áfengisverð í heimi og eina hæstu vexti í heimi. Og aldrei hefur aldrei verið eins dýrt að eignast húsnæði og núna.

7. Ríkiskassinn hefur 160 milljarða króna meira úr að spila á ári en það sem hann hafði árið 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við. Ríkissjóður er því 73% dýrari í rekstri nú en hann var árið 1995. Og almenningur veit að ekki hefur þjónusta ríkisins batnað um 73% á sama tíma.

8. Skuldir Íslendinga hafa aldrei verið hærri.

9. Hagvöxtur á heilu landssvæðunum út á landi hefur verið neikvæður og mikill fólksflótti

10. Fullkomin óstjórn hefur verið á ríkisfjármálum, fjárlögin standast aldrei og hagstjórnarmistökin eru síendurtekin.
Samfylkingin er hins vegar með stefnu til að bæta úr öllum þessum atriðum. Samfylkingin mun bæði gera Ísland betra og ódýrara. En þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn okurs og ójafnaðar þarf að fara frá. Það er kominn til að hófsemd komi í stað græðgi og samhjálp í stað sérhyggju. Við eigum góð gildi um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Setjum þau aftur í öndvegi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband