Mikil vonbrigði



Ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar Aþingis, í Fréttablaðinu í morgun eru gríðarleg vonbrigði. Af orðum hans má ráða að frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum muni annaðhvort vera svæft í allsherjarnefnd eða svæft í ráðuneytinu. Þingmenn munu því ekki fá tækifæri til að greiða atkvæði um frumvarpið, sem lagt var fram í haust öðru sinni.
Umsagnir legið fyrir í ár
Umsagnir hagsmuna- og fagaðila hafa legið hjá allsherjarnefndinni í meira en ár og því er þetta ekki spurning um að allsherjarnefndin hafi ekki fengið nægan tíma til að skoða málið. Málið er í eðli sínu einfalt, sé pólitískur vilji fyrir breytingum. Frumvarpið snýst um pólitískt hagsmunamat, þ.e. hvort að kynferðisbrot gegn börnum skuli flokka með alvarlegustu afbrotum og vera ófyrnanleg. Nú þegar hefur löggjafinn ákveðið að sum afbrot skuli vera ófyrnanleg, s.s. mannrán, ítrekuð rán, manndráp, landráð o.fl. Með því að afnema fyrningarfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum væri Alþingi að segja að þessi afbrot séu í flokki þeirra alvarlegustu í okkar samfélagi sem þau tvímælalaust eru að mínu mati.
14. 000 undirskriftir til stuðnings frumvarpinu
Þverfaglegur og þverpólitískur þrýstingur allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna er fyrir því að þetta frumvarp verði samþykkt. Meira en 14.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efni á www.blattafram.is en það er einsdæmi að lagafrumvarp fái slíkan stuðning. Vilji almennings til breytinga er til staðar. Ekki er þó öll von úti enn. Enn er möguleiki að meirihluti geti myndast í allsherjarnefnd fyrir því að koma málinu úr nefndinni. Það væri óskandi að það tækist en hér eru gríðarlega mikilir hagsmunir í húfi fyrir börn þessa lands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband