Þingmál um þunglyndi meðal eldri borgara

Ég hef nú lagt fram þingsályktun á Alþingi um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. En það má sjá málið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/130/s/1123.html.

Gott starf hefur verið unnið hér á landi í tengslum við þunglyndi. Þunglyndi meðal eldri borgara hefur þó ekki verið rannsakað sérstaklega hér á landi og á sérskipuð nefnd að bæta úr því auk þess að skoða sértækar lausnir fyrir þennan aldurhóp og hvaða forvarnir henti.

Þunglyndi meðal eldri borgara er að einhverju leyti falið og ógreint hér á landi og engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Þunglyndi meðal eldri borgara getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missi maka eftir langt hjónaband, einmannaleiki og lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum sem og fjárhagsáhyggjur og kvíði vegna framtíðarinnar.

Tilhneigingin hefur verið að leysa þennan vanda meðal eldri borgara með lyfjagjöf í stað annarrar meðferðar. Það er hins vegar nauðsynlegt að huga einnig að annars konar meðferð samhliða lyfjameðferð eða í staðinn fyrir hana.
Flutningsmenn telja mikilvægt að skoðuð sé tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara en það hefur lengi verið feimnismál hér á landi eins og annars staðar. Að sjálfsögðu ber að nálgast slíkt af mikilli varúð og nærgætni.

Fjöldi eldri borgara er sífellt að aukast en hætt er við að þunglyndi meðal eldri borgara verði að meiriháttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er því brýnt verkefni og ætti að mati flutningsmanna að hrinda í framkvæmd sem fyrst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband