Prófkjörsvertíðin hafin

Það er spennandi tímar í pólitíkinni núna og prófkjör haldin um allt land. Hin mikla þátttaka í prófkjörum Samfylkingarinnar eru að mínu mati hraustleikamerki og vitnisburður um það að fólk býst við miklu af okkur í vor. Sem stendur eru fjölmiðlamenn og almenningur mest við hugann við prófkjör Sjálfstæðisflokks í borginni sem fór fram í gær. Þar virtust nokkuð hörð átök eiga sér stað - og spurning hvaða afleiðingar það hefur fyrir flokkinn að Björn Bjarnason skyldi bíða ósigur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að stuðningsmenn hans bregðast við úrslitunum og hvort að mönnum takist að græða sárin. Sennilega flækir það málin nokkuð að svo virðist sem átökin séu ekki eingöngu af pólitískum toga, heldur jafnvel persónulegum.
Fljótt á litið virðist staða formannsins sterkari eftir prófkjörið. Einn af hans helstu bandamönnum mun skipa efsta sæti á öðrum hvorum listanum í Reykjavík. Það er ástæða til að óska Guðlaugi Þór Þórðarsyni til hamingju með glæsilegan sigur. Hér virðist stiginn fram framtíðarleiðtogi.
Guðfinna Bjarnadóttir náði sömuleiðis frábærum árangri og hún er að mínu mati sigurvegarinn í þessu prófkjöri. Hún bauð sig fram í 3. sæti og náði því 4. og er ofar á blaði en Illugi Gunnarsson, Pétur Blöndal, ungu þingmennirnir og Ásta Möller. Árangur Guðfinnu gæti bent til þess að hún hafi notið góðvildar þeirra sem leggja línurnar í flokknum. Illugi Gunnarsson nær jafnframt fínum árangri og stimplar sig sterkt inn með góðri kosningu.
En það eru ekki bara Sjálfstæðismenn sem eiga spennandi prófkjör í vændum. Í gær fór fram prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi en úrslit munu liggja fyrir í kvöld. Um næstu helgi fer svo fram annað og mjög spennnandi prófkjör í Suðvesturkjördæmi þar sem að kjósendur standa frammi fyrir því að þurfa að velja á milli nokkurra mjög góðra einstaklinga.
Ég hef opnað kosningaskrifstofu í Síðumúla 13 þar sem ég ver drjúgum tíma. Við fjölskyldan fórum þá leið að útbúa þar lítið barnahorn svo við gætum verið þar sem mest saman og stelpurnar hefðu eitthvað til þess að dunda sér við á staðnum. Og það hefur gengið prýðilega. Prófkjör okkar Samfylkingarinnar fer fram 11. nóvember, þannig að enn er nokkuð í það. Frambjóðendur eru hins vegar langflestir byrjaðir í kosningabaráttu og spennandi stemmning eftir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 144248

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband