Baráttan heldur áfram

Ég hef nú lagt fram að nýju frumvarp um að afnema fyrningarfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum. Þetta er í þriðja sinn sem ég legg þetta frumvarp fram og satt best að segja finnst mér með ólíkindum að það þurfi að berjast af alefli fyrir því að fá þetta mál rætt í þingsal.
Fyrst var málið látið sofna í nefnd. Í fyrra tókst svo að koma málinu út úr allsherjarnefndinni eftir mikla baráttu og gríðarlegan þrýsting í samfélaginu. En allt kom fyrir ekki þar sem meirihluti þingsins með Halldór Blöndal, þáverandi forseta Alþingis, í fararbroddi beitti þeim bolabrögðum að setja málið einfaldlega ekki á dagskrá þingsins. Þingheimur hefur því ekki enn fengið tækifæri að ræða þetta mál í þingsal, eða kjósa um það.
16. 000 undirskriftir
Nú hefur um 16.000 undirskriftum verið safnað til stuðnings frumvarpinu á www.blattafram.is. Í gær söfnuðust tæplega 1.000 undirskriftir þannig að málið brennur á mörgum í þessu samfélagi. Langflestir fagaðilar eru sömuleiðis sammála um að samþykkja beri þetta frumvarp. Umræðan undanfarna daga hefur svo kristallað þann vanda sem þolendur kynferðisbrota standa oft frammi fyrir. Þetta á auðvitað sérstaklega við þegar brotið er gegn börnum sem hafa ekki raunverulega þann kost að kæra gerendur fyrr en að löngum tíma liðnum.
Málið er því núna á byrjunarreit í þinginu. Nú líður án efa talsverður tími þar til ég get mælt fyrir málinu þar sem meirihlutinn á þinginu lætur stjórnarfrumvörpin ganga fyrir. Síðan þarf að berjast fyrir því að koma málinu úr allsherjarnefndinni á ný og loks þarf að tryggja það að málið verði sett á dagskrá þingsins.
Þá loksins getur þingheimur rætt þetta mál og vonandi samþykkt það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband