Hvað hefur breyst?

Hér eftir má lesa ræðu mína sem var flutt í utandagskrárumræðu um álit kærunefndar jafnréttismála og viðbrögð dómsmálaráðherra við því.
Herra forseti
Viðbrögð hæstvirts dómsmálaráðherra vegna hafa verið með ólíkindum. Málsvörn hæstvirts dómsmálaráðherra er að hann er ósammála jafnréttislögunum og því skiptir brot á þeim ekki máli. Svona talar hæstvirtur dómsmálaráðherra um landslögin. Það er nú öll virðingin fyrir lögum landsins!
Viðbrögð hæstvirts dómsmálaráðherra er skólabókardæmi um valdhroka. Og skólabókardæmi um mann sem hefur verið of lengi við völd. Ég trúi því ekki að þjóðin og kjósendur Sjálfstæðisflokks muni líða að sjálfur dómsmálaráðherrann brjóti lögin, einfaldlega vegna þess að hann er ósammála þeim.
Hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur kallað jafnréttislögin barn síns tíma og tímaskekkju og telur lagasetninguna gallaða.
En hvað hefur hins vegar breyst síðan í umræðunni við setningu þessara sömu laga fyrir aðeins fjórum árum þegar hæstvirtur menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði, með leyfi forseta: ,,...Er þetta frumvarp mjög mikil framför fyrir jafnréttismálin og fjölskyldur í landinu."

Eða þegar háttvirtur þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, sagði, með leyfi forseta: "Ég tel hins vegar að þetta frumvarp sé mjög vel unnið."

Eða þegar enn einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Drífa Hjartardóttir sagði, með leyfi forseta: "Ég held að það skipti mjög miklu máli að við höfum þetta frumvarp til laga að leiðarljósi."
Eða þegar Ásta Möller sagði, með leyfi forseta: "...enda ber frumvarp þess merki að vandað hefur verið til verksins."
Ég beini þeirri spurningu til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem allir studdu lögin á sínum tíma, hvað hefur breyst? Afstaða hæstvirts dómsmálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir en hver er afstaða varaformanns Sjálfstæðisflokksins?
Það segir sig sjálft að hæstvirtur dómsmálaráðherra getur ekki búið við stórgölluð lög og á ekki að gera það. Því hlýtur frumvarp að vera væntanlegt frá hæstvirtum dómsmálaráðherra. Hin réttu jafnréttislög.
Ég vil því að lokum beina þeirri spurningu til hæstvirts dómsmálaráðherra hvenær má vænta slíks frumvarp frá honum og hvaða breytingar ætlar hann að gera á jafnréttislögunum. Hvernig munu jafnréttislög Björns Bjarnasonar líta út?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband