40% lækkun á ofurtollum þýðir áframhaldandi ofurtolla

Það er ástæða til að taka undir þau ummæli sem Finnur Árnason, forstjóri Haga, lét falla í fjölmiðlum í gær um að betur megi ef duga skal ef takast á að lækka matarverð á Íslandi. Forsvarsmenn Haga hafa sagt að áhrifin af fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar séu ofmetin og að matarverð muni lækka minna en hún hefur lofað.

Það er náttúrulega ótrúlegt að ætlast til lækkunar á innlendum landbúnaðarvörum á meðan að svimandi háir verndartollar verða enn á þessum sömu vörum. Það verður að hafa í huga að 40% lækkun á ofurtollum þýðir að enn verða ofurtollar til staðar.

Enn óbreyttir tollar á fjölmörgum fæðuflokkum
Þá er vert að minnast þess að ekki stendur til að hrófla við tollaumhverfi mikilvægra fæðuflokka og má þar nefna mjólkurafurðir, smjör, kaffi, krydd, drykkjarvörur, sósur, súpur, ís og sælgæti, feiti, olíur o.s.frv. Krafan hlýtur að vera að fella niður alla tolla niður í áföngum eins og Samfylkingin hefur lagt til.

Meira en helmingur vörugjaldanna skilinn eftir
Sömuleiðis ber að hafa í huga að ríksstjórnarflokkarnir hafa skilið eftir meira en helming af vörugjöldunum sem nú eru á matvælum. Fyrir jól felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Samfylkingarinnar á þingi um að fella niður öll vörugjöld á matvælum eins og flest hagsmunasamtök töldu skynsamlegt að gera.

Reikningurinn sendur til íslenskra fjölskyldna
Ríkisstjórnin hefur öll þau tæki sem þarf til að lækka matarverð á Íslandi. Matvælaverð er nú um 30% hærra en meðaltalið á Norðurlöndunum. Hins vegar skortir pólitískan vilja til þess. Á meðan þurfa íslenskar fjölskyldur að greiða meira en 200.000 kr. hærri matarreikning á ári en aðrar norrænar fjölskyldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband