Óhugnanlegar nauðganir í miðborginni

Fréttirnar af þremur nauðgunum í Reykjavík að undanförnu vekja svo sannarlega óhug. Það hefur ekki verið mikið um slíkar götuárásir hér í borg fram til þessa og mjög brýnt að koma í veg fyrir að slíkar árásir geti átt sér stað. Það er algjörlega óverjandi og óþolandi að konur geti ekki gengið óhultar um götur og að kynferðisafbrotamenn geti komist upp með slík brot. Ég er reyndar á þeirri skoðun að allar nauðganir séu jafnslæmar og það má velta því upp hvers vegna ekki er brugðist við öllum nauðgunum á sama hátt. Hér hefur almenningsálitið sennilega mikið að segja og það er t.d. þekkt staðreynd að konur kæra einhverra hluta vegna frekar nauðganir þegar þær eru framdar af ókunnugum mönnum. Staðreyndin er þó sú að flestar nauðganir eru framdar af mönnum sem eru kunnugir þolandanum.
Það er mikilvægt að borgaryfirvöld og lögregla vinni saman í þessu máli og það á auðvitað að vera algjör forgangsmál að taka á þessum brotum, handsama hina seku og stuðla að því að slík brot geti ekki átt sér stað í miðborginni. Ég er ánægður með viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra og það er mikilvægt að hann sýni að honum sé alvara með því að koma í veg fyrir þessi brot.

Að sama skapi minnir þetta á að það er nauðsynlegt að skoða kerfið í heild sinni, skipulag borgarinnar, ákærutölur lögreglu, sakfellingu í dómstólum og kanna hvað við getum gert til þess að senda þau skilaboð út í samfélagið að kynferðisbrot eru ekki liðin hér á landi. Þar kemur líka til kasta stjórnmálanna. Kynferðisbrot, sem oftast bita á konum og börnum, hafa ekki vigtað nógu þungt í stjórnmálum fram til þess og bæði löggjöfin og dómstólarnir verið nokkuð íhaldssamir þegar kemur að þessum málaflokki. Því þarf að breyta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband