Skipa á óháða rannsóknarnefnd um starfsemi leyniþjónustunnar

Umræðan í kjölfar uppljóstrana Þórs Whitehead, um starfsemi íslenskrar leyniþjónustu, er nokkuð sérkennileg. Svo virðist sem að þessi starfsemi ekki hafa verið meira leynilegri en það að meintir þolendur þessara njósna koma nú einn af öðrum fram í fjölmiðlum og segjast allir hafa vitað af þessum persónunjósnum. Kannski var þetta tilfinning margra sem nú hefur verið fengist staðfest. Það er einnig mjög athyglisvert í þessu sambandi, að það er fræðimaður sem dregur fram þessar upplýsingar. Hvers vegna hefur íslenska stjórnkerfið, t.d. dómsmálaráðuneytið eða Þjóðskalasafnið eftir atvikum, ekki frumkvæði að því að upplýsa þjóðina um jafnmikilvægar upplýsingar og að hér hafi verið starfrækt leyniþjónusta sem rekin hafi verið með opinberu fjármagni af opinberum starfsmönnum án nokkurs eftirlits eða aðhalds? Það er óneitanlega óhuggulegt tilhugsunar og full ástæða til þess að fara ofan í saumana á starfseminni. Það væri einfaldlega óábyrgt að gera það ekki og líta framhjá þessum kafla Íslandssögunnar.
Fræðasamfélagið upplýsir þjóðina – hvers vegna ekki stjórnvöld?
Þetta mál sem og hinar pólitísku símhleranir sem annar fræðimaður, Guðni Th. Jóhannesson, dró nýverið fram í dagsljósið sýna vel hið sérkennilega andrúmloft kalda stríðiðsins. Það er óskandi að þær upplýsingar sem til staðar eru um hleranirnar sem og starfsemi leyniþjónustunnar verði gerðar kunnar.
Frumvarp um óháðar rannsóknarnefndir hefur verið lagt fram
Ég er því sammála Birni Bjarnassyni, dómsmálaráðherra, um að við þurfum að gera upp Kalda stríðið og leiða fram allar þær upplýsingar sem til eru um málið. Með það að leiðarljósi væri unnt að skipa óháða rannsóknarnefnd. En það vill svo til að síðastliðinn vetur lagði ég ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar einmitt fram frumvarp um óháðar rannsóknarnefndir. Frumvarpið gerir ráð fyrir algjörlega nýju úrræði í stjórnkerfi sem svo mörg mál sýna að sárlega vantar.
Sannleikurinn komi fram í dagsljósið
Á komandi þingi munum við leggja frumvarpið fram og með samþykkt þess væri hægt að fara þá leið að skipa óháða nefnd sem hefði það verkefni að komast til botns um það hver hvert hlutverk leyniþjónustunnar var, hversu lengi hún starfaði og annars vegar hverjir það voru sem stóðu að henni og hins vegar urðu fyrir rannsókn af hennar hálfu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir ítarlegum málsmeðferðarreglum sem unnið yrði eftir. Það er trú mín að þessi leið sé hin rétta til þess að gera þetta mál upp, svo að sannleikurinn komi fram í dagsljósið. Og ekki síst, svo að draga megi lærdóm af sögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband