Svik stjórnarmeirihlutans

Ríkisstjórnarflokkarnir sviku samkomulag sem náðist á milli þingflokkana síðastliðinn mánudag um þinglok. Í því samkomulagi var ákveðið hvaða mál átti að taka út til að liðka fyrir þinglokum og var Rúv-frumvarpið og Vatnalagafrumvarpið meðal þeirra sem voru tekin út. Hins vegar var ekki samið að fyrningarfrumvarpið yrði tekið út og var það sett á dagskrá á mánudaginn. Það komst síðan ekki til umræðu þann daginn vegna umræðu í öðrum málum og átti því að vera til umræðu á miðvikudaginn eða síðasta dag þinghaldsins.

Leikrit stjórnarflokkana
Síðan kom í ljós seint á þriðjudagskvöldinu þegar dagskrá miðvikudagsins lá fyrir að frumvarpið um afnám fyrningfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum var ekki á dagskránni. Ég og fleiri í stjórnarandstöðunni mótmæltum þessu kröftuglega en allt kom fyrir ekki. Ég er sannfærður að við höfum orðið vitni að leikriti stjórnarflokkana þar sem aldrei stóð til að afgreiða þetta mál í þingsalnum. Meirihluti allsherjarnefndar, sem svæði málið í fyrra í nefndinni, var mjög tregur til að afgreiða málið frá sér en eftir mikinn þrýsting frá samfélaginu og þar á meðal 15.000 undirskriftum Blátt áfram systra og frá öllum ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkana náðist málið úr nefndinni með breytingartillögum frá stjórnarmeirihlutanum.

Forseti Alþingis ákveður dagskrána í samráði við vilja þingflokka stjórnarflokkanna og því er ljóst að ákvörðunin að setja fyrningarmálið ekki á dagskrá kemur frá þeim. Stjórnarflokkarnir ákváðu að líta þetta mál með flokkspólitískum gleraugum og þeir virðast ekki hafa getað hugsað sér að samþykkja mál sem lagt er fram af stjórnarandstöðuþingmanni. Þetta er ömurlegt viðhorf og enn dapurlegra þegar hafðir eru í huga þeir hagsmunir sem eru í húfi í þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband